Trúnaðarmenn

Á 5 til 50 manna vinnustað er starfsmönnum heimilt að kjósa einn trúnaðarmann en tvo þar sem fleiri vinna. Trúnaðarmanni er ætlað að gæta þess að samningar séu haldnir og lög ekki brotin á starfsfólki. Hann er tengiliður starfsfólks við bæði stéttarfélag og atvinnurekanda. Trúnaðarmaður auðveldar samskipti milli aðila, enda á hann jafnan greiða leið að öllum upplýsingum um samninga, kaup og kjör og hvaðeina sem máli kann að skipta. Kveðið er á um réttindi og skyldur trúnaðarmanna í vinnulöggjöfinni.

Aðaltrúnaðarmaður VM  
Reinhold Richter Rio Tinto Alcan á Íslandi (ÍSAL)
Félagslegir trúnaðarmenn Vinnustaður
Szymon Bednarowicz Arnarlax hf.
Páll Heiðar Magnússon Aadnegard Eimskipafélag íslands
Sigurjón Ásgeirsson Faxaflóahafnir
Hilmar Sigurðsson Hafrannsóknarstofnun
Guðmundur Hermann Salbergsson HD ehf í Kópavogi
Ágúst Grétar Ingimarsson Hampiðjan hf.
Kristmundur Skarphéðinsson HS-Orka
Helgi Jóhannsson Ísfell
Hlynur Georgsson KAPP ehf.
Þorbjörn Björnsson Kerfóðrun
Kristinn Halldórsson Klettur sala og þjónusta
Kristinn Björgvinsson Kælismiðjan Frost ehf. Garðabæ
Sigurður G. Gunnarsson Kælismiðjan Frost ehf. Akureyri
Hjörtur Þórarinsson Landhelgisgæslan
Guðlaugur Rúnar Jónsson Landsvirkjun
Skúli Sigurbergsson Landsvirkjun
Jóhann Þórður Ásmundsson Landsvirkjun
Hrannar Gylfason Landsvirkjun
Dagbjartur Jónsson Landsvirkjun
Tómas Gísli Guðjónsson Marel Iceland ehf
Jón Kornelíus Gíslason Marel Iceland ehf
Arnfinnur Auðunn Jónsson Mjólkursamsalan
Björn Halldór Björnsson Olíudreifing
Guðni Þór Frímannsson Orka náttúrunnar ohf.
Þorsteinn Vilbergs Reynisson Orkuveita Reykjavíkur
Búi Þór Birgisson Valka ehf.
Sigurður Bergmann Gunnarsson Veitum ohf
Sigþór Hjartarson Veitum ohf
Brynjólfur Árnason Rio Tinto Alcan á Íslandi (ÍSAL)
Einar Sveinn Kristjánsson Stálsmiðjan Framtak ehf
Sigmundur B. Sigurgeirsson Stálsmiðjan Framtak ehf
Magnús Ingi Ásgeirsson Stálnaust ehf.
Elías Wium Guðmundsson Norðurorka
Eskil Daði Taylor Eðvarðsson Kalka Sorpeyðingarstöð sf.
Davíð Höskuldsson Expert ehf. og Expert kæling ehf.
Hafdís M. Svanberg Óskarsdóttir Össur
Halldór Jóhannesson Hafnarsamlag Norðurlands
Halldór Kjartansson SORPA bs.
Sverrir Steindórsson HD ehf. Mosfellsbæ
Þorsteinn Oddur Hjaltason HD ehf. Grundartanga
Bragi Heiðar Árnason Vélsmiðjan Stálvík
Guðmundur Guðlaugsson  Kaupfélag Skagfirðinga KS Bílaverkstæði
Svan Hólm Steindórsson Baader Ísland ehf.

Hlutverk trúnaðarmanna

  • Trúnaðarmaður er tengiliður starfsfólks við VM og atvinnurekanda. Hlutverk hans er að gæta þess að samningar séu haldnir og lög ekki brotin á starfsfólki. Honum er ætlað að auðvelda samskipti aðila enda skal hann eiga greiða leið að upplýsingum. Hann er því gjarnan ráðgjafi og milligöngumaður í samskiptum á vinnustað.
  • Fjallað er um verkefni trúnaðarmanna í kjarasamningum og lögum, en einnig byggist hlutverk hans á þeim venjum sem skapast hafa. Trúnaðarmenn vinna að bættum kjörum vinnufélaga sinna, jafnframt því sem þeir eru talsmenn atvinnuöryggis, félagslegs öryggis, skynsamlegra stjórnarhátta á vinnustað og samráðsaðilar vegna breytinga.
  • Starfsmenn skulu snúa sér til trúnaðarmanns með umkvartanir sínar. Honum er heimilt, í samráði við verkstjóra, að verja tíma til trúnaðarmannsstarfa og skulu laun ekki skerðast af þeim sökum. Trúnaðarmanni er heimilt að yfirfara gögn og vinnuskýrslur varðandi ágreiningsefni og ber honum að fara með þau gögn sem trúnaðarmál.
  • Góð samskipti trúnaðarmanns, vinnufélaga og stjórnenda á vinnustað eru grundvöllur árangursríks starfs. Nauðsynlegt er að trúnaðarmaður fræði nýliða um helstu reglur og venjur á vinnumarkaði.
  • Trúnaðarmenn eiga samningsbundinn rétt til að sækja námskeið án launaskerðingar en þurfa að sjálfsögðu að sækja námskeiðin í samráði við yfirmann sinn. 
  • Ef það er ekki trúnaðarmaður á þínum vinnustað hafðu þá samband við skrifstofu VM og við setjum upp vinnustaðafund til að kjósa trúnaðarmann.

Guðni Gunnarsson heldur utan um trúnaðarmannakerfið.

Um trúnaðarmenn í lögum

Hlutverk trúnaðarmanns, samkvæmt 9. gr.laga um stéttarfélög og vinnudeilur (nr. 80/1938), er að gæta þess að gerðir samningar séu haldnir af atvinnurekanda og fulltrúum hans og að ekki sé gengið á félagslegan eða borgaralegan rétt starfsmanna. Með þessu er átt við öll réttindi samkvæmt lögum eða reglum sem varða persónréttindi, en það eru þau réttindi sem eru svo nátengd andlegu eða líkamlegu lífi manna að þau verða ekki frá því greind. Einnig má atvinnurekandi að sjálfsögðu ekki hrófla við neins konar fjárréttindum starfsmanna. Fjárréttindi er réttur yfir eða til fémæta, það er gæða, sem hafa fjárgildi og er þannig háttað í eðli sínu að þau geta greinst frá eiganda þeirra og gengið manna á milli.
Ýmis réttindi opinbers réttarlegs eðlis eru einnig friðhelg svo sem kosningaréttur og kjörgengi og væri atvinnurekanda allskostar óheimilt að meina starfsmönnum að neyta kosningaréttar eða beita þá þrýstingi í þeim efnum.

Gagnlegir tenglar fyrir trúnaðarmenn

Frekari upplýsingar um trúnaðarmenn má finna á Vinnuréttarvef ASÍ.

Handbók trúnaðarmannsins

Allt um einelti