Pistlar

GudmHelgi-web.jpg

föstudagur, 18. mars 2022

Staða kjarasamninga

Fjölmargir kjarasamningar eru að losna á þessu og næsta ári. Grátkór atvinnurekanda er því byrjaður á sínu reglubundna væli að hér á landi er ekki hægt að hækka laun og ekkert er til skiptanna, ábyrgð launafólks á hagkerfinu er algjör.

GudmHelgi-web.jpg

föstudagur, 11. mars 2022

Af réttinda minni sjómönnum og arðgreiðslusugum!

Í morgun þegar ég borðaði morgunmatinn yfir blöðunum þá varð mér gjörsamlega misboðið, ég varð svo reiður að ég hef ekki treyst mér til að skrifa þennan pistil fyrr en núna. Kjarasamningar snúast um það að atvinnulífið og launafólk skipti með sér þeim ábata sem myndast og það er á hreinu að ábati sjómanna af heildarkökunni er alltaf að minnka.

Gudmundur Helgi-1.jpg

föstudagur, 4. mars 2022

Föstudagspistill 4.3.2022

Stundum er gott að líta um öxl og meta það sem gert hefur verið. Eitt af því sem samið var um í síðustu samningum við SA var hagvaxtarauki. Það er launaauki á grundvelli þróunar vergrar landsframleiðslu á hvern íbúa.

guðmhelgi.jpg

föstudagur, 25. febrúar 2022

Pistill formanns 25.2.2022

Ný kjarakönnun VM kláraðist loksins í vikunni. Hægt er að skoða hana hér.  Það er mikilvægt fyrir okkur að fá þessar kjarakannanir bæði til í að sjá hvar okkar félagsmenn standa almennt og svo félagsmenn okkar geti séð hvar þau standa m.

GudmHelgi-web.jpg

föstudagur, 18. febrúar 2022

Föstudagshugleiðingar um kjaramál

Mig langar að skrifa um framtíðarsýn mína í kjaramálum. Í stóru félagi eins og VM eru kjaramál flókin enda kjarasamningar margir og ætla ég að fara yfir helstu atriðin í því.  Þetta er mín sýn á hlutina.

Gudmundur Helgi-1-net.jpg

föstudagur, 11. febrúar 2022

Trúnaðarmannafundur og staða fiskiskipasjómanna

Það var ánægjulegt að hitta trúnaðarmannaráð VM á fimmtudaginn var á staðfundi. Það minnir okkur á að takmarkanir eru að minnka að geta loksins kallað saman almennilegan fund. Fundirnir verða alltaf persónulegri og skilvirkari þegar fundirnir eru staðfundir.

guðmhelgi.jpg

föstudagur, 4. febrúar 2022

Samvinna stéttarfélaga

Frá því að ég tók við sem formaður VM 2018 hef ég talað fyrir samvinnu stéttarfélaga. Samvinnu á þá leið að félög eiga að vinna saman að sameigenlegum kröfum en halda í sjálfstæði sitt á þeim stöðum þar sem kröfur eru ekki sameiginlegar.

guðmhelgi.jpg

föstudagur, 28. janúar 2022

Pistill formanns 28.1.2022

Góðir félagar. Ég er einn af þeim sem er að stíga upp úr Covid-smiti og vil minna alla á að gæta að sóttvörnum því veikindin leggjast misþungt á fólk. Þrátt fyrir það hef ég getað sinnt mörgu og mætti á alla fjarfundi.

Gudmundur Helgi-1-net.jpg

fimmtudagur, 30. desember 2021

Góðir VM félagar

Í febrúar árið 2020 greindist fyrsta Covid - 19 smitið hér á á Íslandi. Þá var gripið til harðra aðgerða með grímuskyldu, fjarlægðartakmörkum og fjöldatakmörkunum. Við þekkjum þetta allt vel nú tæpum tveimur árum seinna.

Gudmundur Helgi-1-net.jpg

föstudagur, 26. nóvember 2021

Bjarni Benediktsson getur þú líka hjálpað okkur?

Í vikunni kom Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fram í fréttum og sagði að það væru takmörk fyrir því hvers mikið laun á Íslandi gætu hækkað og nefndi meðal annars að það væri erfitt að skilja hversvegna ætti að koma hagvaxtarauki þegar hagvöxtur á mann er að vaxa fyrst og fremst vegna þess að við lendum í efnahagsáfalli.