21.9.2012

Kjararáðstefna VM dagana 2. og 3. Nóvember

Stjórn VM hefur ákveðið að leggja af stað með viðamikið og metnaðarfullt starf til undirbúnings kjarasamningsviðræðna sem hefjast árið 2014. Fyrsta skrefið í verkefninu er ráðstefna á Hótel Selfoss dagana 2. og 3. nóvember.

Ráðstefnan verður sett kl 13.00, föstudaginn 2. nóvember, með inngangi formanns VM og erindum Gylfi Arnbjörnsson, forseta ASÍ, og Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra SA, um m.a. stöðu samræmdar launastefnu á vinnumarkaðinum. Að erindunum loknum verða pallborðsumræður.
Því næst flytur Erik Back Wiberg frá Dansk Metal erindi um stöðu og kjör vél- og málmtæknimanna í Danmörku.

Á laugardeginum hefst dagskrá kl 9:30 með erindi Odd Rune Malterud frá norska vélstjórafélaginu og fjallar hann um kjör á fiskiskipum í Noregi. Að lokinni umfjöllun um erindi Odds verður skipað í starfshópa sem eiga að starfa fram að ráðstefnu sem haldin verður á næsta ári. Hóparnir vinna hver með sinn kjarasamning VM og eru því myndaðir af félagsmönnum sem starfa á viðkomandi samningi.

Sjá dagskrá ráðstefunnar nánar hér

Þátttaka og gisting er félagsmönnum og mökum þeirra að kostnaðarlausu. Fjöldi þátttakenda takmarkast af húsrými hótelsins og þurfa félagsmenn því að skrái sig til þátttöku.
Skráning er á tölvupóstfangið gudnig@vm.is. Skráningu lýkur þann 10. október.

Dagskrá fyrir maka verður 3. nóvember frá kl. 13:00 til 15:00