19.11.2012
Kjararáðstefna VM 2012 glærur
Stjórn VM hefur ákveðið að leggja af stað með viðamikið og metnaðarfullt starf til undirbúnings kjarasamningsviðræðna sem hefjast árið 2014. Fyrsta skrefið í verkefninu var ráðstefna á Hótel Selfoss sem fór fram dagana 2. og 3. nóvember 2012.
Ráðstefnan var sett kl 13:00, föstudaginn 2. nóvember, með inngangi formanns VM og erindum Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, og Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra SA, um m.a. stöðu samræmdar launastefnu á vinnumarkaðinum.
Hér er hægt að sjá glærurnar frá Guðmundi Ragnarssyni, formanni VM
Hér er hægt að sjá glærurnar frá Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ
Hér er hægt að sjá glærurnar frá Vilhjálmi Egilssyni, framkvæmdastjóra SA
Á föstudeginum flutti Erik Back Wiberg frá Dansk Metal erindi um stöðu og kjör vél- og málmtæknimanna í Danmörku.
Hér er hægt að sjá glærurnar frá Erik Back Wiberg
Á laugardeginum hófst dagskrá kl 9:30 með erindi Odd Rune Malterud frá norska vélstjórafélaginu og fjallaði hann um kjör á fiskiskipum í Noregi.
Hér er hægt að sjá glærurnar frá Odd Rune Malterud
Eftir hádegismat á laugardaginn var skipað í starfshópa sem eiga að starfa fram að ráðstefnu sem haldin verður á næsta ári.
Kjarasamningum er skipað í sjö flokka og eru samkvæmt eftirfarandi;
almenni samningur VM við SA, vélstjórar á sjó: fiski-, kaupskip/ríki ferjur, samningar við orkufyrirtækin, samningar í stóriðju, framleiðslufyrirtæki (s.s. Marel, Össur, Becromal), verslun og þjónusta og að lokum ríki og sveitarfélög. Hóparnir eru myndaðir af félagsmönnum sem starfa á viðkomandi samningi.
Þeir félagsmenn sem áhuga hafa á að koma að þessari vinnu er hvattir til að hafa samband við Guðna Gunnarsson á netfangið gudnig@vm.is eða í síma 575-9805.