Viðburðir 04 2013

þriðjudagur, 30. apríl 2013

Vélstjóra vantar á Hríseyjarferjuna Sævar

Sævar siglir áætlunarferðir milli Hríseyjar og Árskógssands. Vélstjóri sér um vélgæslu, viðhald, rukkun farþega, losun og lestun farms og annað sem til fellur og þarf að sinna. Staðan er laus strax. Krafist er réttinda VS III og tilskilinna námskeiða frá slysavarnaskóla Sjómanna.

mánudagur, 22. apríl 2013

Niðurskurður og atvinnuleysi ekki leiðin út úr kreppunni

Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) hélt í síðustu viku svæðaráðstefnu fyrir Evrópu. Ráðstefnan var haldin í Osló og tók ASÍ þátt í henni fyrir hönd íslensks launafólks. Fyrirfram var búist við miklum deilum og litlum árangri enda brennur fjármálakreppan mjög á launafólki um alla Evrópu með miklu atvinnuleysi, niðurskurði og samdrætti á öllum sviðum.

þriðjudagur, 9. apríl 2013

Stjórnmálafundur ASÍ með stóru framboðunum

Fimmtudagskvöldið 11. apríl bíður ASÍ til stjórnmálafundar á Grand hótel þar sem formönnum þeirra flokka er boðin þátttaka sem eru á þingi núna og bjóða fram í alþingiskonsingunum. Fundurinn er lokahnykkurinn á fundaröð sem forysta ASÍ hefur farið um landið undanfarnar vikur, þar sem hún hefur rætt kjara- og verðlagsmál, atvinnu og menntamál og nýjar hugmyndir í húsnæðismálum við stjórnir og trúnaðarráð stéttarfélaganna.