Viðburðir 05 2013

miðvikudagur, 22. maí 2013

Bætt vinnubrögð við kjarasamningagerð

Vinnuhópur aðila vinnumarkaðarins kynnti þann 21. maí skýrslu um vinnumarkað og skipulag kjarasamninga á Norðurlöndum. Markmið með úttektinni er að leita fyrirmynda í nágrannaríkjum Íslands sem geti nýst við að bæta vinnubrögð við gerð kjarasamninga hér á landi þannig að þeir stuðli að stöðugu verðlagi, auknum kaupmætti launa og samkeppnishæfni atvinnulífsins.