8.11.2013

Íslandsmótið í málmsuðu 2013

Íslandsmótið í málmsuðu verður haldið í Borgarholtsskóla laugardaginn 9. nóvember n.k. og hefst keppnin kl 8:00 og stendur til kl 12:00.
Aðalstyrktaraðili keppninnar að þessu sinni er Landvélar ehf.
Keppt er í sex suðuaðferðum til Íslandsmeistara, en þær eru: Pinnasuða, Mag suða svart, Tig suða svart, Logsuða, Tig suða ryðfrítt og Mag suða ryðfrítt.
Þetta er í nítjánda sinn sem keppnin er haldin og eru sautján keppendur skráðir til leiks.

Gríðarlegur áhugi er fyrir keppninni á meðal málmiðnaðarmanna og hefur skapast samkeppni milli fyrirtækja sem kappkosta að ná íslandsmeistaratitlum til sinna fyrirtækja, en auk þess að keppa til íslandsmeistara þá er keppt um verðlaun fyrir árangur í einstökum suðuaðferðum.

Eins og áður hefur komið fram þá er þetta í 19 sinn sem keppnin er haldin og hafa 8 Íslandsmeistarar verið krýndir þar af tveir aðilar þrjú ár í röð og tveir þrisvar, þessir aðilar eru Bjarni Bjarnason 1994, Sveinbjörn Jónsson 1995-1997, Snorri Jónsson 1998, Páll Róbertsson 1999, 2003 og 2005, Jón Þór Sigurðsson 2000-2002, Freyr Jónsson 2004, Hlynur Guðjónsson 2006, 2011 og 2012, Sigurður Guðmundsson 2007-2008, Jóhann Helgason 2009-2010.

Jón Þór Sigurðsson formaður Málmsuðufélags Íslands.
GSM 8935548 jon@tekn.is

 Suðukeppni 1 litil.jpg

 Suðukeppni 2 litil.jpg