3.2.2022

Fundur uppstillingarnefndar VM

VM boðar til félagsfundar þann 10. febrúar n.k. kl. 20:00 að Stórhöfða 29, gengið inn að neðan verðu.

Dagskrá

Kynning á tillögu uppstillingarnefndar um framboð til  formanns VM tímabilið 2022-2026 og stjórnar og varastjórnar VM tímabilið 2022 til 2024.

Vakin er athygli á að framboðsfrestur rennur út á fundinum en allir félagsmenn sem ekki eru á lista uppstillingarnefndar geta boðið sig fram hafi þeir stuðning 20 fullgildra félagsmanna VM.

Horfa á fund

Úr 27. grein laga VM – Kosningar

Ári áður en kosningar fara fram kýs aðalfundur 7 manna uppstillingarnefnd sem annast uppstillingu manna til formanns og stjórnar eftir því sem við á.

Uppstillingarnefnd ræðir allar tillögur sem henni kunna að berast og kappkostar að taka tillit til starfsgreina og landssvæða þannig að stjórn endurspegli breidd félagsins.

Þeir einir eru kjörgengir til stjórnar sem hafa greitt hlutfall af launum í félagsgjald síðustu 6 mánuði áður en uppstillingarnefnd lýkur störfum auk heiðursfélaga.

Uppstillingarnefnd lýkur störfum eigi síðar en 6 vikum fyrir næsta aðalfund félagsins sem skal í síðasta lagi vera haldinn í lok apríl ár hvert.

Niðurstaða hennar er kynnt á almennum félagsfundi. Aðrar tillögur sem fram koma teljast aðeins gildar að þær hafi verið bornar fram innan þess frests sem kjörstjórn auglýsir og hafi stuðning 20 fullgildra félagsmanna.