28.4.2022

Félagsfundur VM um lífeyrismál

Mánudaginn 25. apríl sl. var haldinn félagsfundur VM þar sem umræðuefnið var lífeyrismál.

Benedikt Jóhannesson, tryggingingastærðfræðingur, flutti framsögu og fór yfir stöðu sjóðanna með tilliti til lengri lífaldurs og áhrif þeirrar þróunar á lífeyri.

Að lokinni framsögu Benedikts svaraði hann ásamt Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóra Landssamtaka lífeyrissjóða, fyrirspurnum.

Góð mæting var á fundinn sem einnig var sendur út svo þeir sem ekki gátu mætt á staðinn gátu fylgst með á fjarfundi.

Benedikt fót yfir glærur sem eru aðgengilegar á heimasíðu Birtu lífeyrissjóðs

Hægt er að skoða glærur hér