11.5.2022
Fundur Norræna vélstjórasambandsins

Dagana 2. og 3. maí sl. fundaði Norræna vélstjórasambandið í Helsinki.
Fyrir fundi sambandsins skila löndin landsskýrslum sem eru
svo ræddar á fundunum.
Að þessu sinni voru öryggismál í víðum skilningi og nýir
orkugjafar mönnum ofarlega í huga, auk menntamála.
Fulltrúi frá samtökum finnskra kaupskipaútgerða fór yfir
aðstæður og framtíðarhorfur í rekstri útgerða í Finnlandi.
Innrás Rússlands í Úkraínu hafði áhrif á dagskrá fundarins og var eftirfarandi ályktun
samþykkt:
Norræna vélstjórasambandið fordæmir innrás Rússa í Úkraínu og styður refsiaðgerðir
sem yfirvöld á norðurlöndunum hafa gripið til.
Sambandi krefst þess jafnframt að útgerðir á norðurlöndunum fylgi refsiaðgerðunum.
Sambandið krefst þess einnig að yfirvöld á norðurlöndunum fari að alþjóðlegum reglum
um réttindi sjómanna, sérstaklega varðandi þörf fyrir ferskvatn, matvæli og læknismeðferð.