Viðburðir

Logo VM með texta

fimmtudagur, 26. nóvember 2020

VM styrkir Hjálparstofnun kirkjunnar

Á fundi stjórnar VM þann 19. nóv s.l. var ákveðið að styrkja innanlandsstarf Hjálparstofnunar kirkjunnar um 1.000.000 kr. fyrir þessi jól. Í desember aðstoðar Hjálparstarf kirkjunnar fólk sem býr við kröpp kjör sérstaklega svo það geti gert sér dagamun yfir hátíðirnar.

Logo VM með texta

föstudagur, 20. nóvember 2020

Lokadagur umsókna í sjóði VM á árinu 2020 er 15. desember!

Skila verður umsóknum, vottorðum og öðrum gögnum í sjúkrasjóð og fræðslusjóð VM í síðasta lagi þriðjudaginn 15. desember n.k. svo hægt verði að greiða út styrki í desember. Útborgun styrkja og dagpeninga í desember 2020 verður þriðjudaginn 22. desember.

Logo VM með texta

föstudagur, 6. nóvember 2020

Fréttatilkynning – Útgerðin neitar að afhenda skipsdagbók

Útgerðin Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. hefur neitað að afhenda skipsdagsbók Júlíusar Geirmundssonar ÍS 270 fyrir sjópróf sem mun fara fram vegna hópsmits um borð í togaranum. Skylda útgerðarinnar til að afhenda skipsdagbókina er skýr samkvæmt siglingalögum.

Akkur_logo.jpg

mánudagur, 2. nóvember 2020

Akkur - úthlutun 2020

Akkur, styrktar- og menningarsjóður VM, úthlutar árlega fjárstyrkjum til rannsóknarverkefna, brautryðjenda- og þróunarstarfa, menningarstarfsemi og listsköpunar. Markmið og verkefni sjóðsins er að styrkja m.

Logo VM með texta

miðvikudagur, 28. október 2020

Fréttatilkynning – Stéttarfélög skipverja krefjast sjóprófa og kæra til lögreglu

Stéttarfélög skipverja á Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 hafa sent kröfu til Héraðsdóms Vestfjarða að fram fari sjópróf vegna hópsmits um borð í togaranum og jafnframt sent lögreglustjóranum á Vestfjörðum kæru þar sem útgerð og fyrirsvarsmenn hennar eru kærð til lögreglu vegna mögulegra brota á sjómannalögum, sóttvarnarlögum og almennum hegningarlögum.

Logo VM með texta

þriðjudagur, 27. október 2020

Fréttatilkynning

Stéttarfélög skipverja á Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 funduðu með lögmönnum í morgun um sameiginlegar aðgerðir vegna framgöngu Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. og hunsun á tilmælum yfirvalda um viðbrögð við hópsmiti um borð í togaranum.

Sudukeppni-2-litil

föstudagur, 16. október 2020

Suðumolar fyrir sérfræðinga

Gústaf Adólf Hjaltason, sérfræðingur í málmsuðu, hefur sett saman nokkra gagnlega fræðslumola um stúf- og kverksuðu. Nú óskum við eftir hugmynd frá ykkur um fleiri slíka mola. Vel unnin myndskeið eru öflug leið til að miðla hvers kyns fræðsluefni.

COVID-19.png

fimmtudagur, 8. október 2020

Móttaka skrifstofu VM lokuð um óákveðinn tíma

Vegna hertra sóttvarnaraðgerða verður móttaka skrifstofu VM lokuð frá og með mánudeginum 12. október um óákveðinn tíma. Við munum kappkosta að veita eins góða þjónustu og mögulegt er í gegnum síma og tölvupóst.