Desemberuppbót

Desemberuppbót

Desemberuppbót greiðist eigi síðar en 15. desember ár hvert, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi fyrstu viku í desember.
Heimilt er með samkomulagi við starfsmann að uppgjörstímabil sé frá 1.12. til 30.11. ár hvert í stað almanaksárs.

Starfsmaður sem lætur af störfum á árinu skal við starfslok fá greidda desemberuppbót miðað við starfstíma og starfshlutfall á árinu. Fullt ársstarf telst 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof.

Desemberuppbót Ár 2020 Ár 2021
Almennur samningur VM við SA um störf félagsmanna í landi kr. 94.000 kr. 96.000
Félagsmenn VM hjá Faxaflóahöfnum   kr. 108.600 kr. 111.300 
Vélstjórar á kaupskipum   kr. 94.000 kr. 96.000
Vélstjórar á skipum Landhelgisgæslu og Hafrannsóknarstofnunar    
Félagsmenn VM hjá Landsvirkjun  kr. 135.373 kr. 138.757
Félagsmenn VM hjá HS-orku  kr. 130.884 kr. 134.156
Félagsmenn VM hjá ÍSAL kr. 226.539  
Félagsmenn VM á samningi sveitarfélaga kr. 118.750 kr. 121.700
Félagsmenn VM hjá Orkuveitu Reykjavíkur kr. 108.600 kr. 111.300
Félagsmenn VM hjá Norðurorku kr. 130.000 kr. 132.000
Félagsmenn VM hjá Orkubúi Vestfjarða kr. 173.993 kr. 185.993
Vélfræðingar á Rammasamningi  kr. 135.373 kr. 138.757