Kosning um kjarasamninga VM við Orkuveitu Reykjavíkur

Þann 3. desember 2019 undirritaði VM kjarasamninga við Orkuveitu Reykjavíkur, sameignarfyrirtæki.

Kosning um samningana hefst kl. 12:00 á hádegi 6. desember 2019 og lýkur kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 13. desember 2019.

Kosið er um tvo samninga. Annars vegar samning málmiðnaðarmann og hinsvegar samning vélfræðinga.

Á krækjunni hér að neðan merkt (KJÓSA) er aðgengi að kosningunni. Af krækjunni er þátttakendum beint inn á innskráningarsíðu þar sem þeir þurfa að auðkenna sig með rafrænum skilríkjum eða íslykli.
Að lokinni auðkenningu, kemur upp kjörseðill þar sem fram kemur hvort verið er að kjósa um samning vélfræðinga eða málmiðnaðarmanna. Ef þú telur þið ekki á réttum samning, skaltu senda póst á halldor.arnar@vm.is með upplýsingum um nafn og kennitölu.

ATH. Einunigs er hægt að greiða atkvæði einu sinni.

Þeir sem ekki eiga íslykil eða rafræn skilríki geta sótt um íslykil á Island.is (www.island.is) og valið um hvort þeir fái lykilinn sendan í heimabankann sinn eða með pósti á lögheimili sitt. Þjóðskrá Íslands stendur straum af kostnaði við að senda Íslyklana bæði í heimabankann sem og með pósti á lögheimili.

Hægt er að skoða samning fyrir vélfræðinga

Hægt er að skoða samning fyrir málmiðnaðarmenn

KJÓSA