Ferðastyrkur

Ferðastyrkur - VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna

Úthlutað er 50 orlofsstyrkjum á ári til endurgreiðslu á flugfarmiðum og gistikostnaðar, innanlands eða utan (s.s. tjaldsvæði), eða vegna leigu á tjaldvögnum, fellihýsum og ferðabifreiðum.

Upphæð styrkja er ákveðin af orlofsnefnd fyrir hvert orlofsár.
Ferðastyrkur árið 2020 er kr. 28.000.

Sækja þarf um styrkinn um leið og sótt er um orlofsaðstöðu að sumri.

Inneign orlofspunkta ræður því hver fær styrkinn.

Umsóknarfrestur vegna þessa er auglýstur á heimasíðu VM.

Þeir sem sækja um styrki eða orlofsaðstöðu á sumartíma fá tilkynningu um hvort þeir hafi fengið úthlutun eða ekki.

Framvísa þarf kvittun þar sem fram kemur nafn og kennitala félagsmanns, fyrir 1. nóvember ár hvert, til að fá styrkinn greiddan.

Gildistími kvittana vegna ferðastyrks er frá 1. nóv til 1. nóv ár hvert.