Laugarvatn

Á Laugarvatni, í landi Snorrastaða, er aðal orlofshúsabyggð VM. Á svæðinu eru 17 hús. Þar af eru sjö sérhús og tíu raðhús. Verönd með heitum potti er við öll húsin. 

Kæru félagsmenn athugið að ekki er heimilt að vera með tjöld, tjaldvagna, fellihýsi, húsbíla eða annars konar gistaðstöðu við sumarhús VM.

Kæru félagsmenn athugið að virða fjölda gistirýma í sumarhúsum.

Á svæðinu er einnig tjaldsvæði með 60 stæði fyrir tjöld, felli- eða hjólhýsi og húsbíla. Þar af eru um 40 stæði þar sem gæludýr eru leyfð samkvæmt reglum. Þar er aðgengi að rafmagni og snyrtingu.

Á svæðinu er sundlaug, gufubað, púttvöllur og mínígolf.
Sundlaugin er opin júní, júlí og ágúst.
Opnunartími sundlaugar er frá kl. 10:00 til 20:00 alla daga. 

Umsjónarmaður svarar fyrirspurnum um orlofshús á skrifstofutíma, kl. 9.00 - 16.00
Ef nauðsyn krefur geta dvalargestir orlofshúsa náð í umsjónarmann í síma á virkum dögum frá kl. 16.00 - 20.00 og um helgar frá kl. 10.00 - 16.00. Sími umsjónarmanns orlofshúsa er 575 9816

Gæludýr eru bönnuð í öllum orlofshúsum VM nema á Syðri-Reykjum húsi 1 og 2!

Yfirlitsmynd af tjaldsvæði VM á Laugarvatni

Yfirlitsmynd af bústöðum VM á Laugarvatni

Yfirlitsmynd af svæði VM á Laugarvatni

Golfkort á golfvöllinn Dalbúa í Miðdal, sem er um 5 km austur af Laugarvatni.

• Dvalargestir á orlofssvæðinu geta nálgas kortin hjá umsjónarmanni svæðisins á milli kl. 10 og 16 í síma 575 9816.
• Aðeins eitt golfkort er lánað á hvern félagsmann, kortið gildir fyrir tvo.
• Einungis er um takmarkaðan fjölda korta að ræða og því gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær.
• Kortinu skal skila til umsjónarmanns í lok hvers dags.

Hægt er að kaupa sumarhúsaáskrift að Stöð 2 (leiðbeiningar eru í húsunum).

Vaktþjónusta lækna allan sólarhr. 112 .

Sjá myndir af svæðinu

Sjá lítil raðhús

Sjá stórt raðhús

Sjá hús nr. 6 

Sjá hús nr. 8 og 12

Sjá hús nr. 10 og 14

Sjá tjaldstæði