Fæðingarstyrkur

Fæðingarstyrkur

Fæðingarstyrkur er veittur til foreldris gegn framvísun fæðingarvottorðs og afriti af nýjum launaseðli þar sem fram kemur rétt starfshlutfall. Styrkurinn miðast við starfshlutfall foreldris og nemur hámarksstyrkur kr. 100.000 vegna hvers barns. Við fjölburafæðingu hækkar styrkur um kr. 100.000 fyrir hvert barn. Báðir foreldrar eiga rétt séu þeir aðilar að sjóðnum og uppfylla skilyrði um sjóðsaðild.
Ef barn fæðist andvana eftir átján vikna meðgöngu er greitt 50% af styrk.

Beiðnir og fylgibréf þurfa að berast til Elínar Sigurðardóttur, netfang elin@vm.is 
Umsóknir þurfa að berast sjóðnum fyrir 20. hvers mánaðar til að greiðsla berist þann 1. næsta mánaðar.
ATH!! Í desember þurfa umsóknir að berast sjóðnum fyrir 15. desember.

Fyrirvari um ábyrgð varðandi meðferð umsókna/gagna með netpósti.
Vinsamlega athugið að notkun netpósts er ekki örugg leið gagna og VM ábyrgist ekki öryggi trúnaðarupplýsinga sem eru sendar í gegnum netpóst.
Sé um viðkvæmar upplýsingar að ræða, er öruggast að koma með þær á skrifstofu félagsins í eigin persónu.


Sækja um rafrænt 

Prenta út umsókn