Presónubudnir kjarasamningar

Persónubundnir kjarasamningar

Í persónubundnum samningum er oftast samið sérstaklega um laun en einnig um önnur atriðið t.d. er varða orlof, endurskoðun ráðningasamnings, endurmenntun, vinnutíma o.s.fv.

Dæmi um atriði sem samið er sérstaklega um:
   •Starfsbyrjun og reynslutími
   •Ábyrgðarsvið
   •Þagnarskylda
   •Laun
   •Vinnutími
   •Endurmenntun
   •Ferðir, uppihald og risna
   •Greiðslutími
   •Orlofsréttur
   •Lífeyrissjóður og séreignarlífeyrissparnaður
   •Félagsgjöld og greiðslur í aðra sjóði
   •Veikindaréttur
   •Slysatryggingar og aðrar tryggingar
   •Endurskoðun

Hvort sem þú ert með staðlaðan ráðningarsamning eða persónubundinn, gefðu þér þá tíma til að skoða hann vel og vertu viss um að þú skiljir hann og allt sé rétt og þú sátt(ur).

Vertu óhrædd(ur) við að fá að taka samningnn með þér heim (sérstaklega þá persónubundnu) og farðu vel yfir hann. Það mun spara mikinn tíma síðar ef einhver álitamál koma upp.

Hægt er að fá aðstoð við gerð eða yfirlestur persónubundinna samninga hjá starfsmönnum kjarasvið VM.