3.5.2022

OPINN FUNDUR UM RÉTTINDAMÁL Í BYGGINGARIÐNAÐI

Til mikils að vinna

Opinn fundur um réttindamál í byggingariðnaði

Í Björtuloftum í Hörpu 5. maí kl. 9-12

Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir, Samtök iðnaðarins og Hús fagfélaganna boða til málþings og vinnustofu um réttindamál í byggingariðnaði fimmtudaginn 5. maí í Hörpu kl. 9-12.

Byggingariðnaðurinn er ein af undirstöðugreinum íslensks samfélags en sveiflurnar hafa verið miklar og  starfsumhverfið því óstöðugt. Lengi hefur verið kallað eftir heildstæðari aðgerðum til að ná utan um réttindamál í byggingariðnaði með það að markmiði að bæta aðstöðu allra sem starfa í greininni, starfsfólks, fyrirtækja og hins opinbera.

Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8.30.

Málþing kl. 9.00-10.00

Fundarstjórn  Hildur Georgsdóttir, aðallögfræðingur FSRE

Ávörp

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og 1. varaforseti ASÍ

Hvað er VÖR (Virðing – Öryggi – Réttlæti)?

Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri FSRE

Hverjar eru stærstu áskoranirnar?

Bjarki Þór Iversen, mannauðsstjóri Ístaks

Hildur Sunna Pálmadóttir, lögfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu

Edda Bergsveinsdóttir, deildarstjóri réttindasviðs Vinnumálastofnunar

Hvað má gera til að bæta stöðuna?

Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Byggiðn

Björg Ásta Þórðardóttir, yfirlögfræðingur SI

                 

Vinnustofa kl. 10.30-12.00

Þátttakendum í vinnustofu er ætlað að þróa tillögur um hvernig aðilar á byggingamarkaði geta tekið höndum saman og kortlagt þann vanda sem byggingariðnaðurinn stendur frammi fyrir í réttindamálum. Mikilvægt er að sem flestir taki þátt í mótun tillagnanna.

Skráning á si.is